... |
mánudagur, maí 17, 2004
|
|
|
drengur varð að manni, sem reyndist vera söngvari......
híhí .... já hvað þýðir þetta ... ég hef nefnilega svolítið að segja ..... eitt ofurlítið leyndarmál sem ég hef ákveðið að deila með ykkur lesendur góðir ... sko þið sem þekkið mig VITA að það er konan mín sem sér um öll söngatriði í þessari litlu 2 manna fjölskyldu hér í köben. Enn það hefur löngum verið þekkt staðreynd að raddböndin mín eru ekkert hrifin af því að mynda tóna og hvað þá samliggjandi tóna.. þau reyna líka stundum að mynda sitthvorn tónin á sama tíma sem þá endar í frekar skræku hljóði sem fólk hefur oft flissað að þetta gerist einkum ef ég reyni að tala hátt.
ENN... það mun þó ekki vera að ég hafi sungið .... júmm svo er víst og af lífs og sálarkröftum fyrir fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt .... eins og Innfæddur Japani stormaði ég uppá svið á helsta Kareókí pöbb þeirra dana og söng "Mustang Sally" með rödd sem ég fékk að láni frá Joe Cocker og ég held hreinlega að ég hafi fengið þarna mínar 5 mínútur af frægð. "Iso" félagi minn sá um bakraddir og einstaka erindi : ) og munum við líklega troða aftur upp sem dúó seinna þá með jafnvel meira prógram.
En að öðru ....
Júróvísíon
var haldin hátíðlega hér eins og annarsstaðar með júró-partíum útum víðan völl við ákváðum að láta tvö duga þetta árið enda voru þetta hressileg teiti .... það fyrra
var svokallað "þema" partí þar sem maður átti að mæta í búning, konur í 80's fötum og strákar í Pönk galla. Ég reyndi að máta eitt og annað sem var til hér í skápum en það var sama hvað ég fór í alltaf kom þetta út eins og ég væri á leið á Gay-bar í thailandi þannig að það var ekki nema eitt að gera og það var að finna gay pönkara.. og þá spratt upp sú hugmynd að vera hinn eini sanni Freddie Mercury ég tileinkaði því kvöldið Freddie....... árángurinn er til á myndum sem kannski verða birtar seinna.
En heyrst hefur að Freddie hafi tekið lagið, með ryksugu í hönd við mikinn fögnuð viðstaddra og Dísa disco dillað sér í takt.
Já og Úkraína vann víst Júró ...einhver tútta í skinnfötum ....
skrifaði Finnsi @ 21:48
|
... |
mánudagur, maí 10, 2004
|
|
|
Getur atvinnulaus maður farið í frí ????
Spurning dagsins .... þetta er hlutur sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér...afhverju, það kemur hér. 1 Maí er þekktur fyrir tvennt í mínum huga. í fyrsta lagi þá er þetta afmælisdagur hinnar yndislegu konu minnar og í öðrulagi þá er þetta baráttudagur verkalýðsins. Kannski fleiri sem þekkja þennan dag sem baráttudag verkaýðsins en hitt en ég er nú ekki viss hvort tilefnið er merkilegra í því samfélagi sem ég hrærist í. Á þessum ágæta degi 1. maí fór ég ásamt félögum mínum hér í köben að í fælledparken sem er stórt svæði þar sem fólk getur komið saman til hinna ýmissa hátíðarhalda, við töltum af stað í yndislegu veðri frekar tuskulegir eftir partí næturinnar en vöknuðum fljótt til lífsins við il sólarinnar sem baðaði þá sem það vildu í björtum sólargeislum .... eftir að hafa fundið Nettó búð og fjárfest í kassa af bjór og smá súkkulaði þá fundum við innganginn að garðinum og röltum inn .. hálf (baráttu)rauðir í framan í anda dagsins og/eða eftir burðinn á kassanum fundum við okkur stað á iðagrænum völlunum og komum okkur fyrir. Við spörkuðum í bolta drukkum öl og höfðum uppi almenna kátínu, það fjölgaði smásaman í hópnum og það var sparkað minna í bolta og farið meira í ölið, allt gott og blessað við það þar sem þetta virtist vera sú hefði sem danir hafa skapað sér. Einhverstaðar/einhverntímann þennan dag fór ég að velta fyrir mér þessu tilefni sem þarna var .. þ.e. 1 maí. þetta er dagur sem í minni minningu hefur oft einkennst af baráttu og kröfugöngum þar sem kapítalistarnir hafa verið grátbeðnir um að gefa meira til almúgans og verkafólksins svo að börnin þeirra geti líka farið í bíó, keypt playstation, borðað nammi og jafnvel gert þetta þannig að nú þurfi pabbi og mamma ekki lengur að vinna fram nótt til að börnin geti takið þátt í lífgæðakapphlaupinu heldur hefur verið barist fyrir því að þau þurfi að vinna minna fyrir meira .....sem mér finnst í eðli sínu mjög sanngjarnt.
EN.....ER HÆGT AÐ GANGA OF LANGT?
Hvar hættir krafan um ennþá betri kjör að vera réttmæt....er hægt að hafa það of gott?
Hvert stefnir þetta velferðarþjóðfélag sem við lifum í?
Mér krossbrá þegar ég áttaði mig á því hverju ég var að leggja lið þann 1 maí síðastliðinn, mér fannst þetta eiginlega ekki alveg vera hlutur sem ég var til í að berjast fyrir. Þetta slökkti alveg á mér hvað varðar baráttu verkalíðsins ...ef svo má kalla.
Því að krafa dagsins var nefnilega sú að atvinnuleysingjar ættu líka rétt á fríi.
...viljið þið kannski ekki stoppa núna og lesa síðustu línuna aftur .....ég bíð á meðan......
Já frí fyrir atvinnulausa .... sjáið þið þetta fyrir ykkur .....marr búinn að vera atvinnulaus í heilt ár .... ekki gert rassgat og þá ......tekur maður sumarfrí !!!!!
hvaða vit er í því, ég sem er í vinnu gæti eytt því með einvherjum sem er búinn að vera atvinnulaus í ár og lifa á skattapeningunum mínum .... (það tekur ekki ár að fá vinnu í nettó sko) og svo þegar ég fer í frí sem ég er búinn að vinna mér inn .... þá hvað ... jú ræfillinn sem er búinn að vera að sötra bjór fyrir utan húsið mitt á atvinnulaysisbótum er mættur á ströndina með mér í sumarfrí .... á launum því hann er jú búinn að vera atvinnuláus í ár og á því rétt á sumarfríi. Menn verða nú að geta skellt sér til útlanda og slakað á eftir að hafa eytt heilu ári heima og slakað á þar .. ekki annað hægt ....EÐA HVAÐ.
skrifaði Finnsi @ 23:33
|
það er á leiðinni .....
jamm það er að koma blogg ... verið róleg ... fullt af nýjum sögum, sem geta hneykslað, glatt og fengið fólk til að fella tár ......... dagur í lífi drengs er ekki dautt efni.
skrifaði Finnsi @ 11:19
|
... |
þriðjudagur, apríl 06, 2004
|
|
|
HeHe ..... kannski ekki svo duglegur
Já ég veit ......ætlaði að vera duglegur ... en það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til að skrifa..... Helgin var samt frekar mikil stuð helgi ballið byrjaði á föstudag þegar FC Ísland spilaði sinn fyrsta fótboltaleik á tímabilinu, við byrjuðum eins og við enduðum´, það er á öruggum sigri þrátt fyrir að sumir hafi byrjað tímabilið full mikið eins og það fyrra endaði þ.e. með að klippa niður saklausan sóknarmann með látum og það innan vítateigs....(humm), en það var í lagi því þessi sami hafði klippt niður svo marga á svo mörgum öðrum stöðum á vellinum að hann átti inni að fá að klikka smá. Leikurinn vannst eins og áður sagði en það kostaði krampa í lappirnar marin læri, og bilað hné, en allt var þetta þess virði. Um kvöldið var svo haldið í partí hjá Ómari og ....... en þeir félagar voru með innflutningspartí, ég mætti fjall hress í gangsteroutfittinu mín og pósaði fyrir þá sem vildu .... ég er búinn að tileinka mér svona gangsterlook, bara svona til að grípa í þegar ég er á ferð í hverfinu mínu ... þ.e. Nörrebro .....gettoinu..... besta stað í bænum. Partíið þróaðist eins og við mátti búast þar sem fólki er boðið að drekka frítt af veigum ölguðsins þ.e. útí almenna háreysti, dans og jú gangsterpósur.
Einhverra hluta vegna endaði ég á bedda hjá Ninnó og Berglindi í hinum enda bæjarins sona um það leiti þegar sólin var að koma upp...
Laugardagurinn var svo rólegur framanaf, farið í jónshús að horfa á boltan, og svo heim til að safna kröftum fyrir kvöldið sem var ekki síður fjörugt ... þar var á ferð útskriftarteiti hjá Góðum félögum þeim Kalla og Fribba en þeir voru einmitt að fá 13 fyrir lokaverkefni sitt í verkfræði........ 13....segi það aftur ....13.... það að fá 13 í danska kerfinu er svona svipað og ef háskólastúdent á íslandi fengi 10 í sínu lokaverkefni og svo að sofa hjá dóttir kennarans í kaupæti. Þetta er náttúrulega snillingar og er sérstaklega stoltur af þeim .... allavega þá buðu þeir til veislu þar sem ölguðinn var mættur aftur til að halda uppi stemmingu. Ölguðinn var þó ekk einn á ferð því með honum var Mexíkanski djöfullinn.....tekíla sem ölmur vildi sannfæra menn um að nú væri kominn tími til að starta partíinu ....... fór heim kl 5 í góðum gír.
Annars var ég grasekkill þessa helgi þar sem konan var í kórbúðum einhversstaðar og skýrir það kannski þessa taumlausu hegðun ...... enginn til að halda í taumana og stýra í rétta átt. En ég er heill á húfi og einungis með góðar minningar frá helginni .... nú styttist í páska ..og heimsóknir ..hver veit hvað verður brasað þá...
skrifaði Finnsi @ 15:35
|
... |
fimmtudagur, mars 18, 2004
|
|
|
Mr. Silk Got lucky.
Ég sagði að ég ætlaði að vera duglegur að skrifa þannig að hér er næsta skrif ......
.....
Ég hef áður minnst á nágranna minn þar ég bjó meðal vændiskvenna og hassreykinga manna, nafnið á kauða hef ég aldrei vitað en ég kalla hann gjarnan "Mister Silk" þegar ég hugsa til hans og gleðast yfir þeim árekstrum sem við höfum lent í, beint og óbeint.
Kannski ég byrji á að segja afhverju hann er kallaður Mr. Silk. Það er jú vegna þess að mínir skemmtilegustu árekstrar við þennan guðdómlega manna hafa einmitt farið fram þegar hann er einungis klæddur í bláu eða fjólubláu silki nærbuxurnar, reyndar með rettu í hönd og jafnvel í einum sokk en það er ekki það sem stingur í augun þegar þessi hrörlega vera biritst í klósetthurðinni með síðasta dropann eins og lifandi veru enn að dreyfa úr sér á framhlið silkinærbuxnanna. Dreyfa sér um svæði sem svo margir aðrir af hans kyni hafa áður komið, eins og að koma heim. Mr. Silk nikkar til mín með glotti þar sem rettan rétt hangir í uppþornuðu munnvikinu ( skrítið með sona drykkjubolta, þó þeir hafi drukkið kassa af bjór kvöldið áður þá líta þeir út eins og þeir séu að koma úr viku göngu í sahara daginn eftir), mér finnst eins og hann hafi bætt við einhverju lúmsku glotti þennan sunnudagsmorgun þegar ég sjálfur er frekar þreyttur eftir skemmtanir næturinnar og þarna staddur á náttbuxum og bol. Ég var orðinn djarfari með tímanum, farinn að fara fáklæddari fram og jafnvel án þess að fara í skó, maður bara passar sig að horfa niður svo maður geti þrætt framhjá pissublettunum á gólfinu og/eða pollunum. Eftir að hafa horft á MR Silk hverfa inní íbúðina sína hugs ég, æ nú er allt á floti ég ætti að sækja skó, ég ákveð samt að kíkja inn og kanna svæðið hver veit nema að þetta hafi verið dagurinn þar sem allt fór í klósettið. Ég veit að líkurnar er jafn miklar og að vinna í lottói að koma að hreinu klósetti á eftir honum en við vitum að fólk vinnur í lottói, við sjáum það í sjónvarpinu og lesum um það í blöðum, kannski var komið að mér að vinna.
Ég gægjist inn um dyrnar án þess þó að stinga inn fæti, skoða gólfið vandlega, ekki einn dropi, það læðist að mér sú hugsun að ég hefði nú frekar viljað eiga miða í lottói og vinna þar en að fá þennan vinning. En sona eru örlögin skrítin ..... maður veit aldrei hvenær maður vinnur og hvenær maður tapar. Ég typla inn á tánum og kem mér fyrir fyrir framan skálina, hlandstækjan er sterk sona eins og af ný pissuðu..... skrítið og ekki dropi á gólfinu, ég er rétt að kreysta fram fyrstu dropana þegar ég átta mig á stöðunni !!!!!, frosinn í sporunum reyni ég að ljúka mér af. Nú eru góð ráð dýr ég lít aftur fyrir mig þegar ég er að klára og sé að ég er að verða króaður inni og fljótt mun ég standa í polli af hlandi, toga, kreisti og hristi í flýti til að losa síðasta dropann. sný mér við og stekk út á síðasta augnabliki. Rétt áður en hringurinn lokaðist eins og þegar Rauðhafið drekkti þeim vantrúuðu, ég trúi.
Það rann upp fyrir mér að það var ekki ég sem hafði verið heppinn þennan morgun heldur Mr. Silk þvi að það er einginn leið að pissa svo hátt uppá veggina nema að maður sé með hann beinstífan, svo hátt að þetta skilaði sér ekki niður á gólf fyrr en ég var kominn inn og kominn í gang. Ég gefst upp, miði eða enginn miði... ég vinn aldrei, kaupi bara gúmmískó.
: )
skrifaði Finnsi @ 11:34
|
kvikindið er lifandi....
.......Jú jú ég lifi enn.
Hef ákveðið að breyta forminu á þessu bloggi mínu, komst að því að minn hversdagsleiki er svo leiðinlegur að ég nenni ekki að rifja hann upp til að skrifa hann niður......... ekki það að ég hafi verið duglegur við það hingað til ....híhí.
En hér kemur samt smá update frá því síðast ......... tilveran hefur verið grá í kulda, rigningu og roki. Þegar ég kom af klakanum var mér tekið sem þjóðhetju, með fána og tilheyrandi í flugstöðinni, gekk stoltur síðasta spölinn inní flugstöðinni haldandi að maðurinn með myndavélina á horninu væri í raun lúmskur Papparzzi ljósmyndari sem biði færis til að ná af mér mynd. Ég renndi hendinni í gegnum hárið og hugsði ("el vital", það væri eitthvað fyrir mig) sona eins og ég væri að velja mér auglýsingasamning. Ég dró "dvergana sjö" í skjól þegar ég labbaði framhjá manninum með myndavélina sona ef ske kynni að hann myndi smella af ..... það mættu mér þrjár fölar verur með fána sem þær varla höfðu mátt í að lifta sökum þreytu, sumir höfðu greinilega verið uppteknir við að skemmta sér á meðan ég var í burtu aðrir jafnvel byrjað gleðskapinn um leið og ég hafði yfirgefið landið.... Það sótti svo á mig sú hugsun síðar að þessar móttökur voru kannski ekki vegna þess að mín hafði verið sárt saknað heldur sökum samviskubits yfir því að fólk hefði kannski skemmt sér allt of vel í minni fjarveru ...... en þó kannski sumir meira en aðrir.
Grár hversdagskleikinn hefur svo herjað á mann allt þangað til nú í vikunni þegar vorið kom........ loksins .... jamm það var 18 stig í gær í köben þegar mest var.....frábært.
Reyndar er þetta frekar dökk lýsing á annars ágætum mánuði að mörgu leiti. Handboltinn rúllar og við erum að vinna eins og ljónin....höfum ekki tapað enn. og erum nú öruggir í efsta sæti deildarinnar þegar 2 lekir eru eftir af tímabilinu. Já og ég fékk netið heim .....jibbí .... þannig að nú get ég hangið á netinu heima og í vinnunni. Annars eru sjónvarpsmálin en í lamasessi næ 2 sjónvarpsstöðvum en þó ekki án vandræða og ég verða að sætta mig við suð og snjókomu ásamt því að flest fer fram í svarthvítu, þett er reyndar ágætt því ég hef tekið uppá því að lesa stundum bara í staðinn .... eitthvða sem ég var löngu hættur að stunda. En batnandi manni er best að lifa, segir orðtækið (held ég) þannig að ég hlýt að vera að vinna mér inn punkta áður en kallinn í skýjaborgum kallar mig á "pansion".
Í dag ætla ég að vinna, fara á handboltaæfingu og jafnvel svala þorstanum með einni Faxe Kondi og köldum Carsl´s special áður en ég leggst til hvílu.
ps. ætla að vera duglegur að skrifa á næstunni .... : )
skrifaði Finnsi @ 10:39
|
... |
föstudagur, febrúar 20, 2004
|
|
|
Þumalskrúfan...
Jamm nú er ég kominn aftur á kunnulegar slóðir eftir að hafa verið í stuttri heimsókn á klakanum.
ÉG sit hér í heimsókn hjá Ninnó og Berglindi og þau hafa sett mig í þumalskrúfu og þvingað mig til að skrifa þetta blogg, þannig að það sem hér á eftir fer þarf ekki að vera sannleikurinn heldur gæti verið skáldskapur til að gleðja þvingara mína.
En annars, Heimsókn á klakann.... Jamm tilefnið var reyndar sérstakt því að mútta þetta unglamb var að verða 60 ára og mætti ég sem leynigestur... ég skrúfaði frá leikarahæfileikunum mínum til að breyta röddinni þannig að sú gamal myndi nú ekki þekkja mig. Þær systur (já hún er sko tvíburi og þetta var sameiginleg veisla) áttu nú að spyrja mig spurninga til að finna út hver þetta eiginlega væri á bakið tjöldin. Ég ákvað að nota rödd "Magnúsar" bóndans skræka úr spaugstofunni... held ég .... en það tókst ekki betur til en svo að fyrsta skot þeirra systra var að ég væri Árni Jhonsen..... sá ekki alveg hvernig á því stóð en hélt samt ótrauður áfram að reyna að kreysta framm þessa annars ágætu rödd, næsta gisk var svo Hemmi Gunn ...... var jafn hiss þar ..... en að lokum höfðu þær þetta þær gömlu og ég birtist , týndi sonurinn, og gaf mömmu gott knús sem hún átti svo sannarlega skilið. Eftir að allir höfðu þurrkað tárin úr augunum og losað sig við kökkinn úr hálsinum þau var tekist á við glæsilegt veisluborð og aðrar veigar. Annars var þetta bara hin fínasta ferð náði að heilsa uppá flesta en aðrir verða að bíða þanngað til næst.... sem verður í júlí.
Lífið hefur annars tekið sinn vanagang hér í köben, bolti, vinna og aðrar skemmtanir. Á morgun er ég svo að bjóða til matar, er að spá í að bjóa uppá piparsteik og eitthvað góðgæti á undan eftir og jafnvel á meðan við njótum matarins hehe. Þetta verður merkismáltíð þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem ég matreiði nautasteik ..... en ég hef verið að fylgjast með meisturum að verki og hugsað mikiðum mat þannig að ég held að þetta verðu ekkert mál.....og ef það klikkar þá ég ég snakk, vogaídýfu og piparost til að vinna gestina aftur á mitt band. Það á svo líka að reyna að fjárfesta í sófa á morgun svo við getum boðið gestunum að sitja, ef það klikkar þá breyti ég þessu bara í standandi kokteilboð.
well maturinn kallar..... sí jú
skrifaði Finnsi @ 19:42
|
|