... |
föstudagur, október 17, 2003
|
|
|
Helgin nálgast
Nú er að kominn föstudagur og ég er að mygla í vinnunni.
Heppinn samt að hafa komist í vinnuna, því eftir að dísa fór hefur líf mitt breyst til muna.
Mánudagur.
fattaði ég að hún hafði tekið húmorinn með til íslands, og ég hef ekki einu sinni getað hlegið að sjálfum mér síðan.´
Þriðjudagur.
Ákvað að draga mig útí eitt horn í hellinum mínum til þess að ekki kæmi drasl á aðra staði, nú hef ég tekið þetta fyrirkomulag ennþá lengra og hef ákveðið eitt horn í sófanum og eina stöð í sjónvarpinu sem einfaldar líf mitt til muna. Á þriðjudagskvöld komst ég að þvi að allur þessi tími sem hefur farið í að raka mig var til einskins og er ég þvi hættur því (þetta virðist alltaf vaxa aftur hvort eð er.), þetta var vonlaus barátta frá upphafi.
Miðvikudagur.
Ég er hættur að fara í sturtu, þetta er virkar ekkert, maður er strax aftur orðinn skítugur bara á nokkrum dögum. Ég hef einnig komið fyrir fötu fyrir hliðina á sofanum þannig að nú get ég gert allt þaðan. hver þarf sona stórar íbúðir þegar ca. 10 fm er alveg nóg.
Ég svaf ekkert þessa nótt vegna hungurs, veiðilendurnar eru full nýttar, á morgun ræðst ég inná nýtt svæði í leit að mat, ég bara verð, þetta er spurning um að lifa af.
Fimmtudagur.
Ég fer af stað eldsnemma til að vera kominn á veiðisvæðið áður en sólin rís, ég fikra mig varlega inná yfirráða svæði "Electrolux" þetta er norðarlega þvi hér er kalt. nýstings kalt ég bara í lendarskýlu, veit ekki hvort ég ræð við þetta, en ég verð, allt eða ekkert. Það er lítið um bráð en ég kem auga eitthvað sem ég gæti fengið næringu úr og læt reyna á ........ ekki góð hugmynd, þetta var sjálfdautt hræ sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að sparka úr heimi "Electrolux", hver hefur eiginlega umsjón með þessum stað, hér vantar alla umhirðu. Ég skrýð í hellinn minn og leggst fyrir. ég verð að safna kröftum fyrir morgundaginn þá reyni ég aftur.
skrifaði Finnsi @ 11:34
|
... |
mánudagur, október 13, 2003
|
|
|
Grasekkillinn
Jæja þá er Ásdís farin og ég orðinn "grasekkill", fáránlegt orð en það virðist allir vita hvað þetta þýðir .......
Fyrir fólk sem býr í Kristjaníu held ég að þetta hafi einhverja aðra meiningu, myndu væntanlega halda að eitthvað annað vantaði en konuna. humpf virðst sem Ásdís hafi tekið húmorinn með til Íslands.
Ég er enn að átta mig á að við eigum ekki möguleika á að komast á EM :( en kannski var ekki við öðru að búast ..... hefði samt alveg verið til í að eyða sumarfríinu á næsta ári í Portúgal.
Það hefur ekki verið mikið að gerast hjá mér eftir leikinn annað en að slaka á og njóta kyrrðarinnar, svo var bara verið lengur í vinnunni í dag.
Hef ekki meira í bili ...
skrifaði Finnsi @ 19:09
|
... |
föstudagur, október 10, 2003
|
|
|
Rauða spjaldið !!!!!!
Það gerðist ........ það sem ég átti ekki von á að ég myndi nokkurntímann lenda í.
Í gær í ÆFINGALEIK í handbolta var mér gefið rauða spjaldið....í fyrsta sinn á ferlinum. Ég var náttúrulega steinhissa, alsaklaus af öllum fantaskap var mér gefið rauðaspjaldið vegna þess að einhver bauni datt á hausinn.....eftir örlítið samstuð. En svona er boltinn !! Og í ljós kom þegar líða fór á leikinn að þessi dómari var ekki alveg á okkar bandi. En nóg um það .
Nú styttist í helgina, hún er bara rétt handan við hornið.....Partý í kvöld, stórleikur á morgun ...(ísl vs þýs, fyrir þá sem eru algjörlega veruleikafyrrtir) og Ásdís heldur til íslands í 10 daga skemmtiferð .. og ekki má gleyma múlunni á Sunnudaginn þegar Magnús Skógerðarmaður mun tryggja sér titilinn í 6 sinn.
Annars er allt við það sama búið að vera leiðinda veður, rigning og frekar kalt. Það er líka alltaf fullt að gera í vinnunni .. núna er ég að gera búðarkerfi sem verður notað m.a. á netinu...
well bæ í bili ..... "more to come"
skrifaði Finnsi @ 10:14
|
... |
miðvikudagur, október 08, 2003
|
|
|
Maður lifandi...
Jæja nú fer að styttast í að ég verði "grasekkill" þar sem Ásdís er að halda heim á klakann á laugardaginn. Þar sem verð á áfengi var að lækka um 47% prósent hér í danaveldi þá hafa áhygjurnar af því hvað gera skyldi í hennar fjarveru minnkað stórkostlega. Nú er bara að finna ódýrt bland.
Annars er búið að vera nóg um að vera hjá mér, í gærkvöldi skipti ég um 4 dempara í bíl vinar míns hérna og sparaði honum um 40 þús krónur. Danskir bifvélavirkjar eru greinilega ekki alveg með verðmætamatið á eigin vinnu á hreinu.
Um síðustu helgi var einnig nóg um að vera, byrjaði á föstudeginum með fótboltaleik með IF Guðrúnu sem fór 6 - 1 fyrir okkur. Þar er ég að spila í vinstri bakverði með þessum líka fína árangri, við liggjum í efstu sætum og getum tryggt okkur sigur í deildinni með sigri í næsta leik.
Um kvöldið voru svo kannaðir danskir flöskubotnar.
laugardagurinn fór í að ná upp eðlilegri líkamsstarfsemi. : )
Á sunnudaginn hélt ég af stað til að spila leik fyrir handboltadeild IF Guðrúnar en þurfti lítið að hreyfa mig því að hitt liðið mætti ekki til leiks.
Við Ásdís erum líka búin að panta okkur ferð til Osló um jólin þar sem við munum hitta fyrir Önnu og Bekku sys ásamt þeirra viðhengjum. Tilhlökkunin er þegar farin að gera vart við sig.
Það var nú samt ekki þrautar laust að panta ferðina því að Ásdísi tókst að tína veskinu sínu með Visa-kortinu í...... ekki gott. En þar sem við erum alvön visakorts notkun og höfum sveiflað því ósjaldan við hin ýmsu tilefni þá tókst okkur að panta ferð. Ekki allir sem geta státað af þvi að kunna visanúmerið og gildistímann utanað... : )
Jæja þetta er nóg í bili, fleiri fréttir koma seinna.
skrifaði Finnsi @ 12:47
|
... |
mánudagur, október 06, 2003
|
|
|
Test er að test þetta ,,
skrifaði Finnsi @ 13:59
|
|