... |
föstudagur, nóvember 28, 2003
|
|
|
Maður með mönnum.
Kominn en einn föstudagur, jibbí...... ótrúlegt en satt þá hafa engin djammplön verið gerð fyrir þessa helgi ..... en hver veit hvað kvöldið ber í skauti sér. því jú þessi helgi eins og aðrar byrjar með fótboltaæfingu og ekki er hægt að fara í bolta án þess að svala þorstanum með einum köldum á eftir.
Vikan hefur verið sona sæmilega spennandi, miklar hreyfingar á hlutabréfamörkuðum, handbolti, champions liege og fleira góðgæti. Í gær var svo tekið snobb tripp ársins þegar ég og Ásdís mættum við opnun nýs sendiráðs Íslands hér í danmörku. Okkur var að sjálfsögðu boðið þar sem við tilheyrum "elitu" Íslands og þóttum verðugir gestir. Þarna spásseraði maður um erlenda sendifulltúra frá ýmsum löndum, þekkta listamenn og fólk úr viðskiptalífinu. Maður stóðst náttúrulega ekki mátið og tók í spaðann á Dabba kóng sem var þarna mættur í öllu sínu veldi, handartakið var máttlaust og án einlægni en ég kýs að líta svo á að hann hafi hreynlega verið lamaður af aðdáun. Steini Páls sendiherra tók heldur hraustlegra í hendina á mér, en hann samt ekki alveg með á nótunum. Hann var líklega stressaður yfir ræðunni sem átti eftir að halda, en hann kom öllum á óvart þegar hann hóf upp raustina og flutti þess næstum óskiljanlegu ræðu. Málið er að Steini kallinn hefur tekið vitlausa beygju einhversstaðar á leiðinn til danmerkur því út kom þess einkennilega mállýska sem einkenndist af heimatilbúnum orðum sögðum með Færeyskum hreim. Þessu gat ég samt haft gaman af á minn sérstaka hátt. Dabbi var heldur öruggari í fasi en alls ekki betri í dönskunni, hann kom með Þennan alíslenska hreim sem ekki fer framhjá neinum, og ekki hikaði hann við að segja sona eins og 5 hvert orð bara á íslensku, en þá koma það með dönskum hreim þannig að meirasegja íslendingar áttu í vandræðum með að hafa fylgjast með. Fólk var þó ekki svikið því á boðstólnum var bjór og brennivín eins og fólk vildi og var farið að kippa í suma. Skemmtilegast þótti mér samt að hitta eilífðarunglinginn í hópnum hana frú Vigdísi Finnbogadóttir, frönskukennara og forseta með meiru. Hún sprangaði þarna um eins og fögur yngismey (sem hún er ) og vakti verðskuldaða athygli, fékk suma af reyndust tónlistarmönnum landsins til að roðna þegar hún stormaði til þeirra þar sem þeir voru að spila fyrir gesti, hneigði sig og sendi þeim fingurkossa. 4 mínútum seinna hitti ég hana á þriðju hæð í öðru húsi þar sem hún var á leið niður stigann og heyrði ég hana neita karlmanni sem hafði boðið henni arminn sona á leið niður stigann. KJARNAKONA.
Eftir þessa dagskrá fór ég svo að keppa æfingaleik í handbolta við lið sem liggur deild ofar en við og spiluðum við 3 hálfleika......við unnum þá alla og erum á fullu að byggja okkur upp fyrir leikinn í næstu viku í bikarnum en þá keppum við 2 deildir uppfyrir okkur.
Á morgun er svo enskiboltinn í jónshúsi og verð ég víst að tippa vegna þess að það er búið að koma á einhverri keppni í því.
skrifaði Finnsi @ 11:10
|
... |
mánudagur, nóvember 24, 2003
|
|
|
mánudagsveikin ..
Jæja þá er helgin liðin með tilheyrandi gleðskap. Helgin fór eins og spáð hafði verið, matur, fótbolti, óvissuferð, þynnka, og svo handbolti í gær þar sem gengið var milli bols og höfuðs á enn einu handboltaliðinu hérna í danmörku. Sigurinn var í stærra lagi eða 41-10.
Vikan hófst svo í dag á að ég fór í heimsókn til kúnna til þess að leysa einhver vandamál sem voru að hrjá hann. Nú er maður sestur við imban með tölvuna í fanginu að horfa á "Robinson".
skrifaði Finnsi @ 20:06
|
... |
föstudagur, nóvember 21, 2003
|
|
|
...hvar verður finnur að ári.........
Já fólk er að forvitnast um það hvað sé að gerast með vinnumálin ....... en eins og ég auglýsti þá gæti verið að ég yrði fluttur um set. Ég hef fengið svar við beiðninni, en ekki þannig svar að búið sé að taka ákvörðun. Heldur bara að ég sé kandídat í þetta ásamt örfáum öðrum ........ veit meira seinna.
skrifaði Finnsi @ 10:35
|
Helgin nálgast. : )
Jæja nú er kominn föstudagur og menn allir að komast í helgar fíling, helginni verður startað hjá GUÐI en hann ætlar víst að elda eitthvað létt handa mér og Ásdísi, svo förum við á fótboltaæfingu, kl 21 og að henni lokinni þá á að taka óvissuferð niður í bæ með þeim sem verða komnir í gírinn eftir æfingu. Þema kvöldsins verður líklega "straigt Line" en það þýðir að það er valin ein gata og svo allir pöbbar þræddir á henni, bannað er að víkja af þessari götu og getur brot á reglum varðað bann í næstu ferð.
Einnig er hægt að taka "Hringinn" en hann vill oft enda illa ..... af þeim sökum að hringur endar ALDREI.
Ætli það verði svo ekki kíkt í Jónshús á laugardaginn og horft á bolta.. á Sunnudaginn er svo leikur í handboltanum á móti einhverju botnliði og er stefnan sett á að setja einvherskonar met þar ..
Talandi um handbolta þá var líka spilaður leikur um síðust helgi þar sem "Goldie" sett 4 í 34 -12 sigri.
Vikan er búin að líða ótrúlega hratt enda verið fullt að gera í vinnunni og ég meirasegja þurft að vinna soldið frameftir, sem er ágætt því ég virðsit ná bestri einbeitingu þegar ég sit einn og það er enginn umgangur. Í dag áttu svo að vera skil á þessu verki sem ég var að vinna í en ég skilaði í gær og bíð nú spenntur eftir að Ráðgjafinn klári að prófa svo ég viti hvernig til tókst.
Og að lokum, hvernig væri að þið sem lesið þetta komið með kommen á "shoutOut" hérna fyrir neðan.
skrifaði Finnsi @ 10:10
|
... |
laugardagur, nóvember 15, 2003
|
|
|
hryðjuverkastarfsemi.........
........varð að koma því á framfæri að það er verið að fremja á mér stjórnsýslubrot af íslenskum skattayfirvöldum sem ekki eru enn búin að skila mér skattinum mínum ......arfh#$$!#$!%"#&
þannig að nú er "skattmann laden" kominn á listann minn yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn, ásamt George Bush og Tony Blair.......
....Ég er samt búinn að ráða mér Terroristabanann og baráttumanninn "Grjóta Rambó" til að tækla þessa óþokka þannig að það hlýtur koma niðustaða fljótt.......
"Skattabaninn...."
skrifaði Finnsi @ 23:20
|
Jólabjórinn er mættur.....
Jamm nú er jólabjórinn mæ¦ttur og hefur síðasta vika farið í að kanna gæði hinna mismunandi tegunda. Einnig þarf að prófa allar tegundir í öllum mögulegum ílátum.....ekki það sama að drekka úr dós eðaa flösku, hvort þetta er úr krana, í litlu glasi eða stóru, kaldur, volgur eða heitur, fyrir og eftir miðnætti, með mat eða á fastandi maga. Svo þarf auðvitað að gera þetta allt aftur og aftur til þess að niðurstöðurnar verði marktækar, minni niðurstöðu er að vænta rétt fyrir jól og verður tilkynnt hér á blogginu.
Annars hef ég nú líka gert ýmislegt uppbyggjandi fyrir kroppinn.... m.a. var leikur í handboltanum á fimmtudaginn, þ.e. bikarkeppninni, við vorum að keppa við lið sem liggur um miðja deild í deildinni fyrir ofan okkur þannig að þetta var ágætis prufa á styrkleika liðsins.
Eftir að hafa lent undir 0-2 þá settum við í gír og komumst í 12 - 2 skelltum í lás og fengum bara 3 mörk á okkur á 23 mínútum, menn slökuðu samt aðeins á í seinni hálfleik án þess þó að láta eftir forystuna og urðu lokatölurnar 30-20 okkur í vil. Nú er bullandi sjálfstraust í mannskapnum og stefnt á að vinna alla titla sem í boði eru þetta árið. Gulldrengurinn hafði hægt um sig og var með 2 mörk en lét til sín taka í vörninni þar sem menn voru stoppaðir ýmist með hælkrók eða skellt með "iponi". Á morgun er svo annar leikur í deildinni þar sem stefnt er á að láta mikið til sín taka, enda kominn tími á að draga einhver trik úr hattinum og sýna dönunum hvar Davíð keypti ölið (/þe jólaölið).
Annars hefur dagurnn farið í letilíf út í gegn ... horft imbann, sofið og étið eitthvað óhollt sona verið að jafna sig eftir hafa gert könnun á börum bæjarins í gær. Við vorum fjórir (Kalli, Sigurgeir, Guðinn og "ég")sem tókum okkur saman og settum saman dómnefnd til að geta deilt mismunandi upplifun okkar á veigunum. Og til að spara pening var náttúrlega ekki farið heim fyrr en strætó var farinn að ganga aftur á venjulegum taxta : ) (kominn í bælið kl:6:30).
Síðast vika hefur annars farið í þetta venjulega, vinna, sem gengur bara þokkalega þó ég sjái fram á strembna viku eftir helgi.
Kveðja "Goldie".
skrifaði Finnsi @ 23:03
|
... |
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
|
|
|
Kominn úr pásu....
Jæja loksins kemur viðbót við þetta blogg mitt, er búinn að vera í einhverri ritlægð uppá síðkastið, en eftir fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að leggja inn nokkrar línur.
Það er svo langt síðan síðast og svo mikið búið að gerast að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
En þetta hefur verið eitthvað á þessa leið......
Um síðustu helgi var byrjað á fótboltaæfingu á föstudagskvöldi sem svo þróaðist út í að spila pool og borðtennis á Barnum hjá Ninnó ásamt því að fá sér 2-3 kalda. Allt samt á rólegu nótunum því að á laugardaginn var leikur í handboltanum. Leikurinn gekk ljómandi vel, 26-15 fyrir Guðrúnu og setti strákurinn 3 mörk. Ekki slæmt miðað við heldur hæga byrjun að minni hálfu. Leikurinn var mjög sérstakur að þvi leiti að liðið sem við vorum að spila við "PAN" er einungis skipað samkynhneigðum leikmönnum, kannski þess vegna sem farið var varlega af stað......sumir hræddir við of mikla líkamlega snertingu. En þegar á leið þá tókum við þetta algjörlega í okkar hendur. Sumir áhorfendur vildu meina að við hefðum hreinlega tekið þá í ****gatið undir lokinn.
Um kvöldið fór ég svo í matarboð til vinar míns hérna úti og borðaði heimaslátrað lamb með bestu list. Það var frábært að fá tækifæri til að smakka aðeins á móðurlandinu og ekki skemmir að hafa fengið rabbabarasultu með...... mmmmmmmm. Við sátum og gæddum okkur á veigum fram undir nótt og fór svo að við vorum ekki komin í rúmið fyrr en undir morgun.
Kl 11 vaknaði ég svo og skellti mér í golf með nokkrum félögum, annað skipti í sumar sem ég spila golf eftir minna en 3 tíma svefn og verð ég að segja að þetta virðist engin áhrif hafa á spilið, en þynkan hverfur líka fljótt í sona gönguferð.
Vikan hefur svo liðið helv. hratt þó svo að ég hafi ekki verið að gera neitt sérstakt, er reyndar að fara á hanboltaæfingu í kvöld og svo "Julefrokost" á morgun.
Annað, ég er búinn að sækja um flutning í vinnunni, það sem meira er, til annars lands.
Það verður ekki gefið upp hvert því þetta er allt á byrjunarstigum og ég vil ekki að fólk geri sér einhverjar vonir, því að ég geri það ekki.( og nei það er ekki ísland og ekki noregur)
well þetta er ágætt í bili, ég vil benda á síðuna hennar Ásdísar svona ef fólk vil fá hina hliðina því sem hér gerist.
skrifaði Finnsi @ 21:24
|
Kominn úr pásu....
Jæja loksins kemur viðbót við þetta blogg mitt, er búinn að vera í einhverri ritlægð uppá síðkastið, en eftir fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að leggja inn nokkrar línur.
Það er svo langt síðan síðast og svo mikið búið að gerast að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
En þetta hefur verið eitthvað á þessa leið......
Um síðustu helgi var byrjað á fótboltaæfingu á föstudagskvöldi sem svo þróaðist út í að spila pool og borðtennis á Barnum hjá Ninnó ásamt því að fá sér 2-3 kalda. Allt samt á rólegu nótunum því að á laugardaginn var leikur í handboltanum. Leikurinn gekk ljómandi vel, 26-15 fyrir Guðrúnu og setti strákurinn 3 mörk. Ekki slæmt miðað við heldur hæga byrjun að minni hálfu. Leikurinn var mjög sérstakur að þvi leiti að liðið sem við vorum að spila við "PAN" er einungis skipað samkynhneigðum leikmönnum, kannski þess vegna sem farið var varlega af stað......sumir hræddir við of mikla líkamlega snertingu. En þegar á leið þá tókum við þetta algjörlega í okkar hendur. Sumir áhorfendur vildu meina að við hefðum hreinlega tekið þá í ****gatið undir lokinn.
Um kvöldið fór ég svo í matarboð til vinar míns hérna úti og borðaði heimaslátrað lamb með bestu list. Það var frábært að fá tækifæri til að smakka aðeins á móðurlandinu og ekki skemmir að hafa fengið rabbabarasultu með...... mmmmmmmm. Við sátum og gæddum okkur á veigum fram undir nótt og fór svo að við vorum ekki komin í rúmið fyrr en undir morgun.
Kl 11 vaknaði ég svo og skellti mér í golf með nokkrum félögum, annað skipti í sumar sem ég spila golf eftir minna en 3 tíma svefn og verð ég að segja að þetta virðist engin áhrif hafa á spilið, en þynkan hverfur líka fljótt í sona gönguferð.
Vikan hefur svo liðið helv. hratt þó svo að ég hafi ekki verið að gera neitt sérstakt, er reyndar að fara á hanboltaæfingu í kvöld og svo "Julefrokost" á morgun.
Annað, ég er búinn að sækja um flutning í vinnunni, það sem meira er, til annars lands.
Það verður ekki gefið upp hvert því þetta er allt á byrjunarstigum og ég vil ekki að fólk geri sér einhverjar vonir, því að ég geri það ekki.( og nei það er ekki ísland og ekki noregur)
well þetta er ágætt í bili, ég vil benda á síðuna hennar Ásdísar svona ef fólk vil fá hina hliðina því sem hér gerist.
skrifaði Finnsi @ 12:30
|
|