... |
þriðjudagur, janúar 20, 2004
|
|
|
what a fuck..........
Jamm well það gerðist...... og ég tók ekki einu sinni eftir því, allar ábendingar um að eitthvað væri að gerast hef ég bara slegið uppí grín og sagt að ég væri bara ekki þannig gerður að ég hreynlega gæti hrist þetta af mér .... EN SVO ER EKKI. Á sunnudaginn steig ég á vigt og viti menn ............. ég hef þyngst..... töluvert ......eiginlega svo mikið að ég fékk létt sjokk. Ég skil þetta ekki ennþá, ég, mjónan , Prins Tannstöngull. fyrir tæpu ári síðan var ég 71 KG og fannst það helvíti gott miðað við að þá hafði ég verið á bilinu 66-68 KG í sona 5-6 ár þar á undan. Hélt þá að þessi 2-3 KG væru bara góð fylling í annars mjóslegin kropp, var mjög sáttur, leit á þetta sem góðan hlut, var orðinn fullorðinn........ en frá síðustu mælingu eru komin 7 kg.
SJÖ KÍLÓ !!!!!!!! Hvaðan þau komu, hvar þau eru og hvað ég á að gera við þau er mér algjörlega á huldu. Dísa þykist vita hvar þessi kíló sitja. Bendir á belginn og glottir, segir líka að ég sé með breiðari læri....... kannski hætta á mandarínuhúð ..... shit hvað segja strákarnir í sturtunni þá. Ég hef annars lagst yfir málið og spekúlerað hvaðan þetta kemur ......settist niður í gær með bjór, saltkex osta og vínber og greindi stöðuna. ekki er það hreyfingarleysi, marr hefur verið að spila hand og fótbolta þannig það ætti nú að halda þessu í skefjum, ekki er það mmatarræðið..... vínber eru ekki fitandi... ekki er að það bjórinn.... ég pissa alveg reglulega, ekki er það osturinn .... hann er svo hollur.
Eftir að hafa eytt töluverðum tíma í að finna útúr þessu varð ég að játa mig sigraðann þetta er greinilega gáta sem ég get ekki leyst, þó snjall sé....(híhí) þannig að ef einhver getur komið með skýringu á þessu þá er honum/henni boðið að koma með skýringu....bara smella á "Shout out".
En að öðru, við erum að flytja ....arg nennum því ekki.. eigum heldur ekki húsgögn, ekki rúm, borð ekki stóla ekki neitt. Ekki sjónvarp........erum samt búin að fá lánað...... en þá er ekki sjónvarpstengi í íbúðinni....FRÁBÆRT "#$%"&" nú verða allir dagar eins og fimmtudagar í gamladaga. Ekki nóg með það heldur er ekkert internet og einginn sími, gæti alveg eins verið að flytja í tjald. Reyndar tjald með þvottavél..... og klósetti og sturtu ...sem er reyndar lúksus miðað við núverandi húsakost þar sem við deilum klósetti með afdönkuðum róna og konunni hans sem bæði eru í því flesta daga.... kallinn hefur ekki einusinni fyrir þvi að labba alveg að klósettinu þegar hann er að spræna ..... bara lætur vaða af löngu færi eins og hann hafi eitthvað að sanna.... en svo þegar magni minnkar þá er bara migið á gólfið...... ekki dropar heldur pollar..... talandi um að maður fer ekki þarna inn nema á skóm. Svo vill hann helst ekki læsa á eftir sér þegar hann er að kasta af sér .....(getur það ekki ef hann stendur alltaf í hurðinni þegar hann lætur vaða inn) þannig að ef maður passar sig ekki þá á maður það á hættu að sjá í ding dongið á hrörlegum róna í silkinærbuxum (smart, en samt ekki), jújú hann mætir reglulega fram á gang í silkinærbuxunum einum fata, reyndar inniskór og retta en það hylur ekki það sem hylja skal.
Reyndar duglegur kall inná milli...... sona á 2 vikna fresti þá fer hann í bakgarðinn með vatnsslöngu og sprautar sígarettustubbunum og öðru drasli í nýtt horn sona svo menn fái ekki leið á að horfa alltaf á sama stílinn...... sona eins og þegar maður róterar húsgögnunum í stofunni. Hann er seigur sá gamli. Nú er hann líka búinn að sparlsa í vegginn inná klósetti .... bara nýbúinn að því, ætla eiginlega að taka mynd af þvi .... það er hans best verk hingað til. Er viss um að veggirnir í útúr sprengdri höll saddams eru sléttari.......og það merkilega er .. ég man ekki til þess að það hafi verið nokkuð að þessum vegg.
En annars er allt í goodí..... boltinn rúllar ...erum að rúlla deildinni upp í handboltanum og erum einnig ósigraðir í fótboltanum.
Ég og kílóin sjö kveðjum í bili.
skrifaði Finnsi @ 12:53
|
... |
þriðjudagur, janúar 13, 2004
|
|
|
Enn að reyna að bæta lookið
þetta er að koma
....bíðið spennt
skrifaði Finnsi @ 21:18
|
nýtt look
nú er maður að shæna þetta til
skrifaði Finnsi @ 00:02
|
... |
sunnudagur, janúar 11, 2004
|
|
|
bloggidiblogg
Jæja það er víst við hæfi að koma með nýtt blogg á nýju ári, enda ýmislegt gengið á sem vert er að minnast á.
Í stuttu mála þá var þetta sona ....... vinna, vinna meira, svo komu jól, mmmm matur, fór til Norge, matur, nammi , snjóbretti, matur, nammi bjór, meiri matur, gamlárskvöld með mat bjór víni og sprengjum, fullt af fólki voða stuð, heim.............slappa af, vinna og svo á eftir ,fótbolti.
Ætli ég verði ekki að vera nákvæmari.
Við hjúin vorum í fyrsta skipti ein á aðfangadagskvöld og kom það skemmtilega á óvart hvursu notalegt það var í raun þar sem við bæði erum mikið fjólskyldu fólk um hátíðarnar og viljum helst hafa sem sem flesta fjölskyldumeðlimi nálægt okkur. Kannski hjálpaði það líka til að við höfðum svo mikið að gera fyrir jólin að við komumst ekki í eiginlegt jólaskap fyrr en á aðfangadag. Á jóladag fórum við svo í jólamessu þar sem Ásdís stjórnaði kórnum af mikilli röggsemi. Strax eftir messu var haldið útá flugvöll þar sem flogið var til Osló til Önnu sys þar sem beið okkar hangkjöt og fleiri pakkar. Einnig var þar að finna Bekku sys með börnin og voru það miklir gleðifundir að hitta þau aftur. Að morgni þess 27 des þá héldum við af stað uppí fjall þar sem við við eyddum næstu dögum í að renna á okkur á skíðum og brettum og þar á milli lágum við og slökuðum á við arininn, fórum í gufu og spiluðum, fullkomin slökun.
Þarna eyddum við líka áramótunum og skemmtum okkur mjög vel. Við komum heim þann 2 jan. og var mjög gott að komast heim aftur eftir átæðið.
Um daginn fórum svo að út að borða með Eyva og Rósu og Sverrir og Steffí. Farið var á staðinn Peder Oxe og etin steik að hætti húsins, eftir það var nokkrum öllurum rent niður á einhverjum pöbbum en sökum þess að þetta var um miðja viku varð ég að láta gott heita um kl 2:30 og fara heim að sofa. Á fimmtudaginn var svo æfingaleikur í handboltanum, fyrsta hreyfingin síðan átæðið byrjaði og fengu menn nokkara harðsperrur eftir þau átök, á föstudag átti svo að fara á fótboltaæfingu með upphitun hjá Ninnó í pool, ekkert varð af æfingunni sökum vöntunar á mannskap svo að það var bara spilað meira pool og druknir nokkrir öllarar. Laugardagurinn fór svo í að kíkja á íbúð og að hitta Lalla mág sem var hér í nokkra tíma á leið til Brasilíu að skoða gott kaffi.....án gríns. Þaðan í jónshús að horfa á Arsenal vinna M.bourogh, gott fyrir Ninnó litla. Í gærkvöldi var svo farið út að borða með Kalla, Írisi og Friðjóni, Farið var á Reef´n beef og snæddur Krókódíll og Kengúra, sem smakkaðist stórkostlega. Eftir matinn var svo sest niður á jazz stað gog hlustað á góða tónlist.
Nú sit ég á náttfötunum kl 14:53 á sunnudegi og horfi á Discovery channel. búinn að vera að rembast við að skrifa þetta blogg sem væntanlega er það óskemmtilegasta sem ég hef skrifað lengi, einhver ritstífla að hrjá mig. En ég vona að þetta frétta yfirlit af atburðum síðustu vikna muni gagnast þeim sem reynt að hafa að fylgjast með lífi mínu : )
Kveðja.
Finnsi.
www.finnsi.tk
skrifaði Finnsi @ 14:56
|
|